Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 16:08
Elvar Geir Magnússon
Sá markahæsti á Spáni er kominn til Roma (Staðfest)
Artem Dovbyk er kominn til Roma.
Artem Dovbyk er kominn til Roma.
Mynd: Getty Images
Úkraínski sóknarmaðurinn Artem Dovbyk er kominn í Roma. Stuðningsmenn Roma fagna þessum tíðindum enda raðaði Dovbyk inn mörkum fyrir Girona á síðasta tímabili og endaði með gullskóinn í La Liga sem markahæsti maður spænsku deildarinnar.

Ítalskir fjölmiðlar segja Rómverja kaupa Dovbyk á 30,5 milljónir evra og sú upphæð gæti hækkað um 5,5 milljónir evra í árangurstengdum greiðslum.

Í tilkynningu frá Roma segir félagið þetta vera í fyrsta sinn sem það kaupir ríkjandi markakóng úr annarri deild.

Úkraínski landsliðsmaðurinn varð 27 ára í júní en Girona fékk hann frá SK Dnipro fyrir ári síðan. Hann kostað þá tæplega 8 milljónir evra.

Hann skoraði 24 mörk og átti 8 stoðsendingar í 36 leikjum í La Liga á síðasta tímabili. Hann hefur skorað tíu mörk í 31 landsleik fyrir Úkraínu og lék fyrir þjóð sína á EM í Þýskalandi.

Dovbyk fer í treyju númer 11 en hann gaf eftir háa upphæð sem hann hefði átt að fá í eigin vasa fyrir söluna frá Girona samkvæmt samningi við félagið. Það gerði hann til að liðka fyrir skiptunum, svo mikill var vilji hans að fara til Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner