Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 10:11
Elvar Geir Magnússon
SPAL kaupir Óttar Magnús (Staðfest)
Óttar Magnús er kominn í SPAL treyjuna.
Óttar Magnús er kominn í SPAL treyjuna.
Mynd: SPAL
Ítalska C-deildarfélagið SPAL hefur keypt Óttar Magnús Karlsson frá Venezia. SPAL er í sömu deild og Vis Pesaro, liðið sem Óttar lék með á síðasta tímabili á láni frá Venezia.

SPAL endaði um miðja C-deildina á síðasta tímabili og vonast til þess að Óttar hjálpi því að klífa ofar.

Óttar Magnús er 27 ára sóknarmaður. Hann á að baki ellefu landsleiki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.

Með þessu lýkur fjögurra ára veru Óttars hjá Venezia. Þar fékk Óttar nánast ekkert að spila - keppnisleikirnir urðu einungis átta talsins.

Óttar kom frá Víkingi haustið 2020 og spilaði hann sjö deildarleiki og einn bikarleik á sínu fyrsta tímabili hjá Venezia og var bekkjarsetan talsverð.

Svo tóku við þrjú ár af lánssamningum Óttar fyrst á láni til Siena, næst Oaklandd Roots, svo Virtus Francavilla og loks Vis Pesaro á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner