„Mér fannst vera geggjaður leikur,'' segir Davíð Smári, þjálfari Kórdrengi, eftir 1-3 sigur gegn Gróttu í 20. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 3 Kórdrengir
„Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og frábærir í raun allan leikinn. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem við féllum of mikið niður miða vi að það gekk vel að pressa á þá,''
„Við settum ferskar fætur inn og hvíldum leikmenn sem hafa spilið flesta leiki hjá okkur. Ég held ég gæti ekki hafa stillt upp yngra liði en ég gerði í dag. Mér fannst við pressa vel og við vorum gríðalega kraftmikilir,''
„Við erum búnir að vera í toppbaráttu síðan við byrjuðum með þennan klúbb og fyrir aðra klúbba sem er búin að vera til í hundrað ára þá væri þetta gott. Fyrir þennan standard sem við sett að vera í toppbaráttu í hvert einasta tímabil þá er þetta ''let down'', en tímabilið er ekki búið,'' segir Davíð Smári.