Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 02. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Lennon vonast til að Logi og Eiður verði áfram
Steven Lennon fagnar marki.
Steven Lennon fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon, framherji FH, hefur verið ánægður með Loga Ólafsson og Eið Smára Guðjohnsen í þjálfarastólunum hjá FH síðan þeir tóku við liðinu í júlí.

Lennon hefur raðað inn mörkum í sumar en hann var valinn leikmaður annars þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

„Síðan Logi og Eiður höfum við bætt leik okkar svolítið og náð betri úrslitum. Við vildum berjast um titilinn en Valur er aðeins of lang í burtu núna. Við þurfum að gera okkar besta og vonandi endum við í 2. sæti," sagði Lennon við Fótbolta.net í dag.

Lennon vonast til að Eiður og Logi haldi áfram sem þjálfarar FH á næsta tímabili.

„Ég vona það. Þeir hafa komið öflugir inn. Ef við endum vel þá reikna ég með að þeir séu líklegastir til að fá starfið. Ég hef notið þess að spila undir þeirra stjórn."

Hér að neðan má horfa á viðtalið við Lennon í heild.
Leikmaður annars þriðjungs - Reiknar með að klára ferilinn hjá FH
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir