Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Kompany: Ég get ekki skorað mörkin
Mynd: Bayern München
Vincent Kompany, þjálfari Bayern München, var ekki ósáttur við frammistöðu sinna manna þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Aston Villa á Villa Park í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Bayern hefur farið vel af stað undir Kompany en þurfti í kvöld að lúta í gras fyrir Villa, sem hefur unnið báða leiki sína í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við klikkuðum á nokkrum stórum færum og þeir skora. Við verðum að læra af þessu,“ sagði Kompany, sem fannst þó frammistaðan ekki vera slök.

„Ollie Watkins er með svo marga kosti sem hægt er að nefna, en einn af hans kostum er að aðskilja miðverðina tvo. Við erum hættulegir með boltann, en þeir eru með öflugt lið. Þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, en frammistaðan var alls ekki slæm.“

Kompany segir það forréttindi að þjálfa Bayern, en hann geti þó ekki sett sjálfan sig inn á til að koma boltanum í netið.

„Þetta eru forréttindi, félag með ríka sögu og þú færð að vinna með topp leikmönnum, en þegar allt kemur til alls þá get ég ekki skorað mörkin.“
Athugasemdir
banner
banner