Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Aron spilaði í sigri - Lommel fékk stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason fékk síðasta stundarfjórðunginn er Ujpest lagði Kaposvar að velli í efstu deild í ungverska boltanum.

Aron kom inn á 78. mínútu í stöðunni 2-3 og urðu það lokatölurnar eftir jafnan leik.

Ujpest er um miðja deild með 14 stig eftir 11 umferðir og hefur Aron komið við sögu í níu deildarleikjum á tímabilinu, tvisvar sinnum í byrjunarliðinu.

Kaposvar 2 - 3 Ujpest
1-0 Z. Balazs ('5)
1-1 D. Zsoter ('27)
1-2 K. Simon ('43)
1-3 O. Nwobodo ('49)
2-3 M. Adam ('52)

Í Danmörku sat Ingvar Jónsson á bekknum allan tímann er Viborg missti toppsætið í B-deildinni.

Viborg komst yfir gegn Koge en missti mann af velli í síðari hálfleik og tapaði forystunni niður undir lokin.

Viborg er í öðru sæti eftir að Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Vejle unnu 4-0 fyrr í dag.

Það eru sjö umferðir eftir af leiktíðinni og fer aðeins eitt lið upp um deild.

Koge 2 - 1 Viborg
0-1 J. Bonde ('55)
1-1 K. Helsted ('82, víti)
2-1 L. Jordan ('89)
Rautt spjald: E. Balcombe, Viborg ('79)

Í B-deildinni í Belgíu náði Lommel sér í stig á útivelli gegn Westerlo.

Þetta er aðeins áttunda stig Lommel á leiktíðinni og deilir liðið botnsæti deildarinnar með Roeselare, sem er undir stjórn Arnars Grétarssonar.

Stefán Gíslason var rekinn frá Lommel um miðjan október en Kolbeinn Þórðarson er enn á mála hjá félaginu. Hann sat á bekknum í dag.

Westerlo 1 - 1 Lommel
1-0 K. Abrahams ('74)
1-1 A. Sanyang ('90)
Athugasemdir
banner