lau 02. nóvember 2019 17:51
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær búinn að tapa fleiri úrvalsdeildarleikjum en Klopp
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Liverpool hafði betur gegn nýliðum Aston Villa.

Þar með er Ole Gunnar Solskjær búinn að tapa fleiri leikjum sem úrvalsdeildarstjóri heldur en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.

Það sem vekur athygli við þennan samanburð er að Klopp hefur verið við stjórnvölinn í 104 fleiri leikjum heldur en Solskjær.

Solskjær er búinn að tapa 21 úrvalsdeildarleik af 50, við stjórnvölinn hjá Cardiff og Man Utd. Til samanburðar er Klopp búinn að tapa 20 úrvalsdeildarleikjum af 154.


Athugasemdir
banner
banner