Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 09:13
Magnús Már Einarsson
Lögreglan rannsakar fögnuð Vals og Leiknis
Valsmenn eru Íslandsmeistarar.
Valsmenn eru Íslandsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögreglan ætlar að rannsaka brot á sóttvarnarlögum hjá karlaliði Vals og Leiknis R. en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

KSÍ tilkynnti á föstudagskvöld að Íslandsmótinu væri lokið og Valsmenn fögnuðu því sigri í Pepsi Max-deildinni í ár. Leiknir komst einnig upp í Pepsi-Max deildina.

Um helgina birtut myndir úr fögnuðu beggja liða þar sem sáust möguleg brot á sóttvarnarlögum.

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á höfuðborgar­svæðinu segir í samtali við Fréttablaðið í dag að lögreglan ætli að hefja rannsókn á þessu málum.

Sjá einnig:
Valsmenn gagnrýndir fyrir fögnuð í gærkvöldi
Yfirlýsing frá Val: Hvetjum landsmenn til að standa saman
Haukur Páll: Við áttum að vita betur
Leiknismenn gagnrýndir fyrir sinn fögnuð
Athugasemdir
banner