Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. desember 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola segir að Bernardo Silva sé besti leikmaður deildarinnar
Pep Guardiola og Bernardo Silva
Pep Guardiola og Bernardo Silva
Mynd: EPA
Bernardo Silva er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eða svo segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

Guardiola var sérstaklega ánægður með frammistöðu liðsins í 2-1 sigrinum á Aston Villa í gær.

„Við spiluðum frábæran leik því ég veit hversu góður þeir (Aston Villa) eru. Steven Gerrard er nú þegar orðinn frábær stjóri og þeir vita nákvæmlega hvað þeir vilja gera og eru með mikil gæði," sagði Guardiola.

„Við spiluðum stórkostlegan leik í 90 mínútur. Með þessi gæði sem Villa er með og að fá á sig svona fá færi."

„Þegar Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki þá erum við ekki lið sem keyrum í skyndisóknir en þetta mark var stórglæsilegt hjá Bernardo Silva,"
sagði hann ennfremur og var síðan spurður hvort Silva væri besti leikmaður deildarinnar.

Því svaraði hann játandi og kinkaði svo kolli. Allt saman mjög undarlegt. Bernardo var að vísu besti leikmaður City er liðið vann deildina árið 2019 og hefur verið frábær á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner