
Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segist vongóður um að Christian Pulisic muni geta spilað gegn Hollandi í 16-liða úrslitum HM á morgun.
Pulisic tryggði Bandaríkjunum 1-0 sigur gegn Íran í vikunni en lenti um leið í hörðu samstuði við íranska markvörðinn Allireza Beiranvand.
Pulisic tryggði Bandaríkjunum 1-0 sigur gegn Íran í vikunni en lenti um leið í hörðu samstuði við íranska markvörðinn Allireza Beiranvand.
Berhalter segist búast við því að Pulisic æfi með liðinu í dag.
„Þetta lítur nokkuð vel út með Pulisic en við skoðum stöðuna eftir æfinguna," segir Berhalter.
Berhalter var einnig spurður út í sóknarmanninn Josh Sargent sem varð einnig fyrir meiðslum gegn Íran. Hann meiddist á ökkla og var tekinn af velli á 77. mínútu.
„Hann er annar leikmaður sem við munum skoða á æfingunni. Það lítur þó betur út me Pelisic en Sargent."
Athugasemdir