Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 02. desember 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjammi spáir í Kamerún - Brasilía
Hjammi hér til hægri. Litla flugvélin er með honum á myndinni.
Hjammi hér til hægri. Litla flugvélin er með honum á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 í kvöld eigast við Kamerún og Brasilía er riðlakeppnin á HM í Katar klárast.

Brasilía hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og innsiglar toppsætið í riðlinum ef liðið forðast tap gegn Kamerún. Á móti þarf Kamerún að vinna Brasilíu til að eiga möguleika á því að fara áfram.

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson spáir í þennan leik fyrir Fótbolta.net.

Kamerún 2 - 3 Brasilía
Kamerún ekki unnuð leik síðan þeir "völtuðu" yfir Búrúndí 0-1 þann 9. juní. Brasilía hefur aldrei litið betur út og hafa ekki átt í veseni hingað til.

Þetta verður markasúpuleikur og endar 3-2 fyrir Brössum. Kamerún situr eftir en Brassar fara áfram með fullt hús stiga.


Skorar Aboubakar í kvöld?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner