Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 02. desember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak segir frá markmiðum sínum - „Það er stærsta viðurkenningin"
Ísak Andri Sigurgeirsson
Ísak Andri Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar
Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak kom fyrst fram á sjónarsviðið 2020 þegar hann skoraði sigurmark gegn Fylki í uppbótartíma.
Ísak kom fyrst fram á sjónarsviðið 2020 þegar hann skoraði sigurmark gegn Fylki í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í unglingalandsleik. Ísak stefnir á að spila með U21 í næstu undankeppni.
Í unglingalandsleik. Ísak stefnir á að spila með U21 í næstu undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það kom mér ekkert rosalega á óvart, mér fannst ég alveg eiga það skilið, fannst ég eiga mjög gott tímabil þó að ég hefði getað bætt ýmsa hluti og skorað fleiri mörk. Mér finnst mikill heiður að aðrir leikmenn líti á mig sem efnilegastan og kjósi mig efnilegastan. Það er stærsta viðurkenningin að leikmenn sem maður spilar á móti líti þannig á mann," sagði Ísak Andri Sigurgeirsson sem var af leikmönnum Bestu deildarinnar kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar 2022.

Ísak er nítján ára kantmaður sem skoraði fimm mörk og lagði upp níu á tímabilinu. Hann er uppalinn í Stjörnunni en lék með ÍBV á láni þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

„Ég hefði viljað skora meira, tímabilið var dálítið upp og niður og í sumum leikjum var ég ekkert sérstakur. Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar, ná jafnt og þétt góðri frammistöðu."

„Ég náði stoðsendinga markmiðum mínum. Ég var í dálítið öðru hlutverki en ég hef verið áður. Ég var meira í því að taka menn á og búa til fyrir liðsfélagana heldur en að skora mörkin sjálfur. Á næsta tímabili koma mörkin, ég er viss um það."

„Mér finnst þetta hlutverk mjög skemmtilegt, gaman að geta gert einhverja hluti með boltann og síðan lagt upp fyrir liðsfélagana. Ég veit ekki hvort það er skemmtilegra að skora en að leggja upp, það er allavega geggjuð tilfinning að skora."


Er eitthvað í leik Ísaks sem hann sér að hann vill bæta?

„Ég legg mestar áherslur á varnarfærslur, þær eru orðnar svo mikilvægar í nútímafótbolta. Líka að vinna meira þegar ég er án bolta, að reyna komast meira inn í leikinn og vera meira með boltann því það er langskemmtilegast."

Hversu gaman var að fá sénsinn í efstu deild?

„Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er alltaf skemmtilegast þegar maður fer á fótboltavöllinn og fær að spila. Ég fékk traustið frá þjálfurunum sem er svo mikilvægt fyrir leikmann. Þá getur maður sýnt hvað býr í manni. Ég var mjög ánægður heilt yfir."

„Það er 100% einn af hlutunum. Gústi og Jökull frá því í byrjun undirbúningstímabilsins. Ég byrjaði flesta leiki og það er lykillinn að því að ég skrifaði undir samning."


Ísak skoraði þrjú mörk í tíu leikjum með ÍBV seinni hluta tímabilsins 2021. Hann segir sá tími hafa hjálpað sér á liðnu tímabili.

„Auðvitað, það hjálpaði mér mjög mikið. Það er miklu betra að fá reynslu í 1. deildinni frekar en að fá tíu mínútur í hverjum leik. Það var gulls ígildi að fá að spila fótbolta með ÍBV í 1. deildinni. Það kom alveg upp (að vera áfram) en ég vildi bara vera áfram í Stjörnunni. Það var mitt eina markmið, að stimpla mig almennilega inn hjá Stjörnunni."

Það voru margir ungir leikmenn sem fengu tækifæri hjá Stjörnunni í sumar. Hversu gaman er að spila með leikmönnum sem hafa verið liðsfélagar manns í mörg ár í yngri flokkum?

„Það er geggjað að spila með strákum sem ég hef spilað með frá því ég var tíu ára. Ég held það sé það skemmtilegasta sem maður gerir, maður þekkir þá og þeir þekkja inn á mig. Það er geggjuð tenging þarna á milli og gaman að spila með þeim."

Ísak byrjaði alla leiki nema einn í sumar, það var leikur gegn Val í sjöundu umferð. Var Ísak svekktur með ákvörðun þjálfarana?

„Já, ég viðurkenni að ég var svekktur. En maður nýtir þetta bara sem aukakraft. Maður tekur þetta til sín og vinnur í því að koma til baka inn í liðið - koma sterkari til baka. Ég kom miklu sterkari til baka, fann einhvern auka drifkraft í mér og gott eftir á myndi ég segja."

Eftir tímabilið var Ísak svo valinn í fyrsta sinn í U21 landsliðið. Hvernig var sú upplifun?

„Hún var mjög skemmtileg, ég fékk að spila á geggjuðum velli í Skotlandi og með mjög skemmtilegum strákum. Þetta var mikill heiður og vonandi fleiri leikir sem ég fæ að spila með þessum strákum, á svona flottum völlum og með svona flotta umgjörð."

Er það markmið að vera hluti af U21 í næstu undankeppni liðsins? „Það er 100% markmiðið hjá mér."

Ungir leikmenn sem vekja athygli á Íslandi eru oftar en ekki undir smásjá erlendra félaga. Hugsar Ísak mikið um mögulega atvinnumennsku erlendis?

„Nei, ekki mikið að pæla í því núna. Eins og staðan er núna þá er ég bara að pæla í því að hefja undirbúningstímabilið. Við erum byrjaðir og eins og staðan er núna þá verð ég áfram hjá Stjörnunni á næsta tímabili. Við ætlum okkur mjög stóra og góða hluti á næsta tímabili. Það er helvíti mikið álag, við erum með alvöru styrktarþjálfara sem byrjar bara strax. Við erum að hlaupa helvíti mikið en það er bara gott og gaman af því," sagði Ísak.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Þar er einnig komið inn á Emil Atlason og taphrinu Stjörnunnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner