
Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic var gríðarlega ánægður í gær þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslitin á HM í Katar.
Hann var vægast sagt hress og þakkaði Romelu Lukaku, sóknarmanni Belgíu, fyrir öll klúðrin sem hann átti. Rakitic gerði það í myndbandi á samfélagsmiðlum.
Lukaku óð í færum en boltinn vildi ekki inn hjá honum. Hann endaði einn og sér með 1,67 í xG sem er gríðarlega há tölfræði fyrir einn leikmann.
Lukaku var brjálaður í leikslok og eyðilagði varamannaskýli með því að kýla það.
Í myndbandinu sem Rakitic birti þá sagði hann: „Takk fyrir Lukaku! Við verðum að bjóða honum í frítt frí í mánuð í Split. Koma svo."
Króatía mætir Japan í 16-liða úrslitum mótsins.
Ivan Rakitić thanking Lukaku 😭😂 pic.twitter.com/gUaEbIgdlN
— Sara 🦋 (@SaraFCBi) December 2, 2022
Athugasemdir