Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 03. janúar 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Berglind Björg íþróttakona ársins í Kópavogi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var kjörin íþróttakóna ársins í Kópavogi eftir magnaða frammistöðu hennar með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.

Berglind Björg var markadrottning deildarinnar með 16 mörk í 17 leikjum er Breiðablik endaði í 2. sæti eftir æsispennandi toppbaráttu við Val þar sem hvorugt lið virtist ætla að tapa stigum.

Þá skoraði Berglind 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeild Evrópu og er hún meðal markahæstu leikmanna keppninnar á tímabilinu.

Berglind fékk bikar að launum og ávísun upp á 200 þúsund krónur í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.
Athugasemdir
banner