Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 03. janúar 2022 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa: Minn draumur var alltaf að komast erlendis að þjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, var í desember ráðinn þjálfari Öster í Svíþjóð og skrifaði Túfa undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu.

Túfa til aðstoðar verður Torbjörn Arvildsson. Denis Velic stýrði Öster á liðnu tímabili en ákvað að hætta eftir tímabilið. Fótbolti.net ræddi við Túfa í dag en þjálfarinn heldur til Svíþjóðar á morgun.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur fyrir þessu spennandi verkefni sem ég er að fá og mikill heiður. Þetta er stór og flottur klúbbur, hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari og allt í kringum klúbbinn sýnir mér að þetta sé mjög spennandi verkefni," sagði Túfa.

„Það er góð spurning, til að fara ekki í algjör smáatriði þá þurfa að myndast tengsl svo að nafn komi upp á borð hjá liði erlendis sem er í þjálfaraleit. Mitt nafn kom á borðið og við tókum einn zoom-fund. Þar kynnti ég mig, sýndi hvernig ég vinn og hvernig persónuleiki ég er. Ég reyndi að vera ég sjálfur, Túfa sjálfur, og sýna hvað ég stend fyrir og hvernig ég vinn hlutina. Þeir sýndu á móti hvað Öster stefnir á að gera á næstu árum. Á endanum fékk ég starfið og er mjög þakklátur og ánægður með það."

„Þetta er í fyrsta skipti sem erlent félag sýnir alvöru áhuga. Maður vonast alltaf eftir því að það komi eitthvað að utan því minn draumur var alltaf að komast erlendis að þjálfa. Síðustu tíu dagana áður en ég samdi þá leit þetta út fyrir að geta klárast á endanum sem það svo gerði."


Túfa segir að stefnan sé fara upp úr B-deildinni og verða stabílt úrvalsdeildarfélag. „Menn vilja gera þetta á réttum forsendum og það þarf að gera vel á öllum sviðum; stjórn, þjálfun og leikmennirnir sjálfir - góð samvinna til að ná góðum árangri."

Túfa fer frá Val þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar síðustu tvö tímabil. Túfa framlengdi samning sinn við Val í haust. „Þetta kom svolítið óvænt upp, eftir tímabilið með Val var ekkert í myndinni að fara frá Val. Ég vildi taka eitt tímabil í viðbót og enda þetta betur en við gerðum í sumar, kannski eins og við gerðum tímabilið 2020. Það er rosalega erfitt að segja nei þegar svona tilboð kemur, sérstaklega fyrir metnaðarfullan mann eins og mig sem hefur dreymt um þetta lengi. Ég var mjög þakklátur Heimi, Berki og Val sem sýndu þessu mikinn skilning og stuðning þegar ég stökk á þetta tækifæri," sagði Túfa.

Túfa segist vera orðinn betri þjálfari eftir að hafa unnið með Heimi Guðjónssyni í tvö ár. Túfa fer fögrum orðum um Heimi í viðtalinu þar sem hann ræðir einnig um síðasta tímabil Vals.

Í lok viðtals ræddi Túfa um Alex Þór Hauksson og leikmannahóp Öster.

Túfa er 41 árs Serbi sem kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék með KA. Hann lagði skóna á hilluna tímabilið 2012 og var þá farinn að þjálfa hjá KA. Hann var aðstoðarmaður Bjarna Jóhannssonar árin 2013, 2014 og hálft tímabil 2015.

Túfa stýrði KA seinni hluta tímabilsins 2015 og svo tímabilin 2016-2018. Fyrir tímabilið 2019 tók hann við Grindavík og eftir það tímabil varð hann aðstoðarmaður Heimis hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner