þri 03. janúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher skaut á Man Utd og Chelsea: Ekki nálægt því að vinna
Mynd: Getty Images

Liverpool er í veseni á þessari leiktíð en liðið tapaði gegn Brentford í gær og er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti og 15 stigum frá toppsætinu.


Jamie Carragher sérfærðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool hefur áhyggjur af því að hópurinn sé að eldast.

„Þegar þú skoðar aldurinn á mörgum af leikmönnum liðsins þá eru margir yfir þrítugt eða að detta í þrítugt, sem hafa verið frábærir fyrir félagið. Það er ein af ástæðum þess að félagið er til sölu því Liverpool þarf að gera stóra hluti í sumar," sagði Carragher.

Hann sér að það þarf mikið að gerast til að Liverpool verði í titilbaráttu aftur en það sjáist best á eyðslu og árangri Chelsea og Man Utd.

„Maður sér það sem Chelsea og Manchester United hafa eytt í sumar og þau eru samt ekki nálægt því að vinna titilinn, það sýnir hversu mikinn pening þú þarft til að berjast á toppnum. Liverpool hefur undanfarin ár verið að kaupa og selja," sagði Carragher.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner