Cristiano Ronaldo var kynntur hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu og var ekki neitt slor að ræða. Kynningin var með þeim rosalegri sem sést hafa, enda stór stundi fyrir þjóðina að fá einn besta leikmann allra tíma í deildina.
Ronaldo skrifaði undir þriggja ára samning við Al-Nassr og mun þéna umm 200 milljónir evra í árslaun.
Hann var kynntur á blaðamannafundi í dag og ræddi við blaðamenn áður en hann gekk inn á leikvanginn Msrool Park og heilsaði upp á stuðningsmenn.
Þar var flugeldasýning og troðfull stúka af stuðningsmönnum félagsins og auðvitað ómaði hið þekkta „Siuuuu“ fagn Ronaldo í stúkunni. Aldeilis ástin sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.
???? Cristiano Ronaldo is unveiled at Al-Nassr's stadium.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 3, 2023
(???? @AlNassrFC)pic.twitter.com/sbZuD0OwNu
"RONALDOOOOOOO RONALDOOOOOOOOOOO"
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) January 3, 2023
This is absoluley incredible. This is the love he deserves. ????pic.twitter.com/KPwE3PrgM5
Athugasemdir