Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   þri 03. janúar 2023 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu sturlaðar móttökur sem Ronaldo fékk á heimavelli Al-Nassr - Flugeldar og „Siuuuu"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo var kynntur hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu og var ekki neitt slor að ræða. Kynningin var með þeim rosalegri sem sést hafa, enda stór stundi fyrir þjóðina að fá einn besta leikmann allra tíma í deildina.

Ronaldo skrifaði undir þriggja ára samning við Al-Nassr og mun þéna umm 200 milljónir evra í árslaun.

Hann var kynntur á blaðamannafundi í dag og ræddi við blaðamenn áður en hann gekk inn á leikvanginn Msrool Park og heilsaði upp á stuðningsmenn.

Þar var flugeldasýning og troðfull stúka af stuðningsmönnum félagsins og auðvitað ómaði hið þekkta „Siuuuu“ fagn Ronaldo í stúkunni. Aldeilis ástin sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.




Athugasemdir
banner