Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 03. febrúar 2018 13:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa um hinn 15 ára Danijel: Gæti spilað í sumar
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur slagur á milli HK og Breiðabliks," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á HK í leiknum um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu í dag.

Gústi var ánægður með spilamennskuna.

„Jú ég er ánægður með hana (frammistöðuna). Það fengu allir að spila, ungir strákar að fá mínúturnar sem er mjög flott. Þetta er skemmtilegt mót og 3. sætið er ekki slæmt."

Gísli Eyjólfsson var besti maður Blika í dag. Hann skrifaði á dögunum undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga erlendis frá.

„Það er kærkomið að halda honum í Kópavoginum," segir Gústi um Gylfa. „Hann er frábær leikmaður. Annað væri óeðlilegt ef það væri ekki verið að skoða leikmanninn."

Danijel Dejan Djuric, 15 ára gamall strákur, fékk að koma inn á í síðasta leik og í dag hjá Blikum.

„Hann er ótrúlega góður. Ég get alveg hugsað mér að hann spili eitthvað í sumar," sagði Gústi um hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner