PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   lau 03. febrúar 2018 13:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa um hinn 15 ára Danijel: Gæti spilað í sumar
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur slagur á milli HK og Breiðabliks," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á HK í leiknum um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu í dag.

Gústi var ánægður með spilamennskuna.

„Jú ég er ánægður með hana (frammistöðuna). Það fengu allir að spila, ungir strákar að fá mínúturnar sem er mjög flott. Þetta er skemmtilegt mót og 3. sætið er ekki slæmt."

Gísli Eyjólfsson var besti maður Blika í dag. Hann skrifaði á dögunum undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga erlendis frá.

„Það er kærkomið að halda honum í Kópavoginum," segir Gústi um Gylfa. „Hann er frábær leikmaður. Annað væri óeðlilegt ef það væri ekki verið að skoða leikmanninn."

Danijel Dejan Djuric, 15 ára gamall strákur, fékk að koma inn á í síðasta leik og í dag hjá Blikum.

„Hann er ótrúlega góður. Ég get alveg hugsað mér að hann spili eitthvað í sumar," sagði Gústi um hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner