Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Chukwuemeka kominn til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Borussia Dortmund
Enski miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka er kominn til Borussia Dortmund á láni frá Chelsea. Þýska félagið greinir frá skiptunum á samfélagsmiðlum í kvöld.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur fengið fá tækifæri til að sanna sig fyrir Enzo Maresca á leiktíðinni.

Hópur Chelsea er stór og geta því ekki allir komist að en Chelsea
samþykkti að lána hann út tímabilið.

Dortmund stökk á tækifærið og hefur nú gengið frá skiptunum, en það er kaupákvæði í samningnum.

Chukwuemeka er hæstánægður með að vera kominn til þýska félagsins.

„Þetta er ótrúlega spennandi fyrir mig og er það alger heiður að vera orðinn partur af þessu frábæra félagi. Ég get ekki beðið eftir að spila fyrir framan stuðningsmennina á Signal Iduna Park og hjálpa félaginu að ná árangri,“ sagði Englendingurinn á heimasíðu Dortmund.

Fleiri leikmenn gætu yfirgefið Chelsea á næstu klukkutímum. Joao Felix er á leið á láni til AC Milan og þá gætu Axel Disasi og Ben Chilwell einnig skipt um félag.


Athugasemdir
banner