Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markús Páll búinn að ná samkomulagi við Triestina
Mynd: Fram
Markús Páll Ellertsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að ná samkomulgi við ítalska félagið Triestina um að ganga í raðir félagsins. Triestina er að kaupa hann frá Fram eins og Fótbolti.net sagði frá á föstudag.

Það eina sem á eftir að gerast er að Fram eða Triestina segi frá félagaskiptunum og að Markús Páll fái leikheimild á Ítalíu.

Markús Páll verður 19 ára seinna í þessari viku. Hann er sóknarmaður sem kom inn á í öllum þremur leikjum Fram í Reykjavíkurmótinu eftir að hafa komið við sögu í sjö leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar. Hann skoraði eitt mark en það kom í stóru tapi gegn KR.

Markús Páll er U19 landsliðsmaður sem er með sterka tengingu við Ítalíu því eldri bróðir hans er landsliðsmaðurinn Mikael Egill sem keyptur var til Genoa á dögunum en klárar tímabilið með Venezia í efstu deild Ítalíu. Mikael hefur verið á Ítalíu síðan sumarið 2018.

Triestina er í 17. sæti A-riðils í Seríu C, fjórum stigum frá öruggu sæti. Gengi liðsins hefur verið gott að undanförnu og vann liðið öflugan sigur á Lumezzane um helgina. Kristófer Jónsson er leikmaður Triestina og Stígur Diljan Þórðarson var leikmaður liðsins fyrri hluta tímabilsins en samdi við Víking í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner