Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 10:31
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ný ótímabær spá - KR stekkur upp um tvö sæti
Aron Sigurðarson, leikmaður KR.
Aron Sigurðarson, leikmaður KR.
Mynd: Mummi Lú
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var önnur ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina 2025 opinberuð.

Breiðabliki er áfram spáð Íslandsmeistaratitlinum og Víkingi öðru sæti. KR stekkur upp um tvö sæti eftir flotta frammistöðu á undirbúningstímabilinu og er í þriðja sæti. Liðið vann Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Valur fer niður um sæti og er í fimmta sæti.

Nýliðar Aftureldingar falla ekki ef þessi ótímabæra spá rætist en ÍBV fer niður með Vestra. Djúpmenn hafa misst gríðarlega mikið úr leikmannahópi sínum.

Önnur ótímabæra spáin 2025
1 Breiðablik
2 Víkingur
3 KR +2
4 Stjarnan -1
5 Valur -1
6 ÍA
7 FH +1
8 KA -1
9 Fram +1
10 Afturelding -1
11 ÍBV
12 Vestri
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner