Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. mars 2021 13:25
Magnús Már Einarsson
Klopp íhugar að láta Fabinho spila aftur á miðjunni
Fabinho í baráttunni.
Fabinho í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir mögulegt að Fabinho fari að spila aftur á miðjunni hjá liðinu í næstu leikjum.

Fabinho hefur nánast spilað einungis í hjarta varnarinnar á þessu tímabili þar sem mikil meiðsli hafa verið í varnarmönnum liðsins.

Brasilíumaðurinn hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en hann snýr aftur í liðið gegn Chelsea annað kvöld. Klopp var spurður að því á fréttamannafundi hvort Fabinho muni spila á miðjunni eða í vörninni.

„Bæði er mögulegt. Þetta er gott og gefur okkur möguleika. Ef við finnum leið til að koma Fab aftur á miðjuna í sumum leikjum þá yrði það gott," sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

Klopp staðfesti að markvörðurinn Alisson sé klár í leikinn gegn Chelsea á morgun en aðeins meiri óvissa ríkir um Diogo Jota sem hefur verið veikur. Jota tók þátt í hluta æfingar í gær og reynir að taka heila æfingu í dag.
Athugasemdir
banner
banner