Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 03. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Salernitana neitaði að koma inn á
Mynd: EPA
Senegalski sóknarmaðurinn Boulaye Dia neitaði að koma inn af bekknum í leik Salernitana og Udinese í Seríu A í gær og hefur hann líklega spilað sinn síðasta leik.

Dia er 27 ára gamall framherji sem kom til félagsins frá Villarreal árið 2022, þá á láni.

Hann skoraði 16 mörk fyrir ítalska félagið og ákvað Salernitana að nýta kaupákvæði í samningnum.

Wolves vildi sama sumar fá hann frá Salernitana en ítalska félagið hafnaði öllum tilboðum og fór því svo að hann var áfram en Dia var ekki sáttur.

Í síðustu tveimur leikjum hefur hann byrjað á bekknum hjá botnliðinu. Hann spilaði sautján mínútur í síðasta leik og átti að koma inn á þegar um það bil átta mínútur voru eftir af leiknum gegn Udinese í gær, en hafnaði því.

„Ég vildi fá hann inn af bekknum á síðustu 7-8 mínútum leiksins en hann sagði nei,“ sagði Fabio Liverandi, þjálfari liðsins.

Þessi ákvörðun Dia fer eflaust ekki vel í Liverani eða stjórnarmenn félagsins og gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik í treyju liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner