Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 03. mars 2024 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Hafnir unnu Álafoss
Mynd: Hafnir
Álafoss 2 - 4 Hafnir
0-1 Kristófer Orri Magnússon ('11 )
0-2 Þorgils Gauti Halldórsson ('23 )
0-3 Einar Sæþór Ólason ('41 )
1-3 Sigfús Kristján Pálsson ('44 , Sjálfsmark)
1-4 Jón Arnór Sverrisson ('69 )
2-4 Hildimar Daði Halldórsson ('77 )

Hafnir unnu annan leik sinn í C-deild Lengjubikarsins er það heimsótti Álafoss í Mosfellsbæ í kvöld, en leiknum lauk með 4-2 sigri Hafna.

Kristófer Orri Magnússon, Þorgils Gauti Halldórsson og Einar Sæþór Ólason komu Höfnum í 3-0 áður en Sigfús Kristjáns Pálsson kom boltanum í eigið net undir lok hálfleiksins.

Jón Arnór Sverrisson bætti við fjórða markinu fyrir gestina áður en Hildimar Daði Halldórsson setti eitt sárabótamark undir lok leiksins.

Hafnir hafa unnið báða leiki sína í riðli 2 eins og Ýmir, en Álafoss er án stiga.
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 5 5 0 0 35 - 5 +30 15
2.    Mídas 5 4 0 1 11 - 13 -2 12
3.    Hafnir 5 3 0 2 21 - 12 +9 9
4.    Hamar 5 2 0 3 12 - 11 +1 6
5.    Álafoss 5 1 0 4 15 - 16 -1 3
6.    Uppsveitir 5 0 0 5 3 - 40 -37 0
Athugasemdir
banner
banner
banner