Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 03. apríl 2020 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina
Birkir Kristinsson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Birkir Kristinsson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir í síðasta landsleiknum sínum, gegn Ítalíu á Laugardalsvelli 2004.
Birkir í síðasta landsleiknum sínum, gegn Ítalíu á Laugardalsvelli 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands lenti óvænt á djammi með Barcelona liðinu þegar það fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu árið 2009.

Hann segir frá því í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net hvernig hann lenti óvænt í rútu liðsins eftir leikinn og fór með liðinu á hótelið.

Birkir var með Ragnhildi Gísladóttur konu sinni á leiknum í Róm en Eiður Smári Guðjohnsen vinur hans var þá leikmaður Barcelona.

„Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir í viðtalinu.

„Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var mótttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt hann áfram.

„Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið.

„Við fórum inn á hótel með þeim og þeir voru léttir þar og að fá sér og spjalla. Þar vorum við fram eftir nóttu og eftir að þetta fórum við á næsta bar," bætti hann við en barinn átti Patrick Kluivert fyrrverandi leikmaður Barcelona sem tók á móti þeim þar. Morguninn eftir héldu þau til Barcelona og fögnuðu með lðinu þar líka.

Nánar má heyra um þetta ævintýri Birkis og Röggu í Miðjunni sem er í spilaranum hér að neðan.
Miðjan - Birkir um ferilinn, Barcelona og fangelsisvist
Athugasemdir
banner
banner