Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 03. apríl 2021 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Langskemmtilegast að vinna ensku úrvalsdeildina
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
„Þeir eru ótrúlegt lið og við áttum gríðarlega erfitt uppdráttar gegn þeim heima fyrir," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-0 sigur á Leicester á útivelli.

„Við vorum þolinmóðari í dag og þetta er stórt skref í átt að því að vinna ensku úrvalsdeildina."

City færist nær sínum sjöunda Englandsmeistaratitli. City er með 74 stig eftir 31 leik. Man Utd getur minnkað forskotið í 11 stig með því að vinna báða leikina sem þeir eiga inni á City. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær titillinn fer á loft á Etihad-vellinum. Leicester er í þriðja sæti.

„Þú veist aldrei hvað gerist eftir landsleikjahlé en ég treysti leikmönnunum mínum. Leikmennirnir trúa ekki alltaf öllu sem ég segi en ég kann mjög vel við þá."

„Það er langskemmtilegast að vinna ensku úrvalsdeildina. Þú ert að spila í um 11 mánuði og það er svo erfitt. Við erum nálægt þessu. Við þurfum þrjá sigra til viðbótar."
Athugasemdir
banner
banner