
„Það er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn akkúrat núna," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.
Fjölnir var 2-0 undir á 85. mínútu leiksins en sýndi mikinn karakter í því að koma til baka og jafna.
Fjölnir var 2-0 undir á 85. mínútu leiksins en sýndi mikinn karakter í því að koma til baka og jafna.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 2 Fjölnir
Fjölnir gerði varnarmistök í fyrra marki Aftureldingar og við það breyttist leikurinn að sögn Ása.
„Þeir falla neðar, verjast vel og eru vel skipulagðir. Leikurinn var rólegur; við vorum með boltann... þetta varð hægt hjá okkur og við sköpuðum lítið. Hrós til Aftureldingar. Þeir náðu að særa okkur í seinni hálfleik eftir fast leikatriði. Það var fátt annað að gera hjá okkur en að kveikja í þessu og auka tempóið. Síðustu 10-15 mínúturnar var mikil pressa á þá og það skapaði okkur tvö mörk undir lokin. Ágætt stig úr því sem komið er."
Fjölnir vann fyrstu þrjá leiki sína en er bara búið að taka eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum.
„Ég verð að vera ánægður með stigið. Við sýnum karakter í því að koma til baka."
Allt viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir