Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 03. júní 2023 15:50
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Þurfum að læra að vinna leiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er bara hrikalega svekktur. Þetta eru mikil vonbrigði en á móti er ég mjög ánægður með stelpurnar. Frammistaðan var að mér fannst bara mjög góð. Síðan fáum við bara tvö skítamörk á okkur. Við skorum síðan mark en dómarinn vildi ekki meina að boltinn hafi verið inni. Það var bara fyrst og fremst vonbrigði að tapa þessum leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt tap gegn Víkingum í dag. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Víkingur R.

Hvernig útskýrði dómarinn fyrir þér þessu marki sem hann gaf ykkur en tók síðan af ykkur stuttu seinna?

„Ég veit það ekki. Hann breytti dómnum örugglega eftir einhverjar samræður við aðstoðardómarann. Sennilega var það bara brot en ég get ekki sagt meira en það.“

Fyrir utan markið sem þið fáið á ykkur alveg í restina, ertu þá samt ekki bara ánægður með frammistöðuna?

„Jú virkilega. Eins og ég sagði áðan fannst mér frammistaðan mjög góð. Við áttum marga mjög góða spilakafla og vorum að keppa á móti hörkuliði. Þetta var bara spurning um hvoru meginn þetta myndi detta og þetta datt þeirra megin í dag. Við þurfum bara að læra að vinna leiki.“

Þið eruð með sjö stig eftir fimm leiki, hvernig finnst þér þetta hafa farið af stað?

„Já margt bara mjög gott en það er líka margt sem við getum gert betur. Vissulega hefðum við viljað vera með fleiri stig en báðir tapleikirnir hafa komið á móti liðum sem er spáð í efstu sætunum. Við gáfum þeim hörkuleik og lukkudísarnar voru bara á þeirra bandi í dag.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner