Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 03. júlí 2017 22:52
Magnús Þór Jónsson
Milos: Ef þú getur reddað þessum tveim leikmönnum yrði ég ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos þjálfari Blika mátti horfa upp á tap sinna manna gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli...og var auðvitað ekki sáttur.

"Varnarleikurinn okkar varð til þess að við fengum ekki stig í kvöld, gegn FH verður að halda núlli og hættulegasti leikmaður þeirra má ekki fá tvo frískalla!"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 FH

Hann hefur breytt töluvert um taktík í leikjum liðsins, lá frekar aftarlega í dag og henti í þriggja manna vörn í lok leiks, er hann ennþá að leita að rétta leikkerfinu fyrir liðið?

"Já og nei.  Við ætluðum að hápressa þá en við bara náðum því ekki og þá leit út eins og við værum að bakka.  En það má vel vera að ég sé ekki búinn að finna rétta taktík en það voru samt tvö einstaklingsmistök sem kostuðu okkur leikinn í kvöld."

Töluvert hefur verið rætt um leikmannaskipti hjá Blikum, hvað er að frétta af Elfari Frey Helgasyni?

"Það sem ég veit er að hann er að æfa með okkur og er okkar leikmaður, pappírarnir geta ekki orðið klárir fyrr en 15.júlí og ef hann fær ekki annað tilboð er hann okkar leikmaður."

Kjaftasögur eru komnar á kreik um tvo leikmenn sem Milos hefði áhuga á að fá og eru nefndir í viðtalinu...er það rétt?

"Það er alls konar orðrómur í gangi.  Ég væri alveg til í að fá þessa tvo leikmenn sem þú nefnir og ef þú getur reddað því yrði ég ánægður!"

Nánar er rætt við Milos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir