Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. júlí 2021 15:27
Victor Pálsson
Ekki viss að Sassuolo geti haldið stjörnunni
Mynd: EPA
Það verður ekki auðvelt fyrir Sassuolo að halda Domenico Berardi í sumar að sögn stjórnarformanns félagsins, Giovanni Carnevali.

Berardi hefur átt frábært EM með Ítölum hingað til og eru stærri lið í Evrópu að horfa til vængmannsins.

Lið hafa áður reynt að krækja í Berardi en Sassuolo hefur staðið á sínu og hefur ekki viljað selja.

„Berardi er okkar andlit, samband okkar er mjög sterkt," sagði Carnevali við Radio 24.

„Hann er að gera framúrskarandi hluti. Hann hefur nú þegar sýnt hvað hann getur og það að við höfum hafnað stórliðum síðustu ár hafi ekki verið slæm ákvörðun."

„Við vonumst til að halda honum. Það verður ekki auðvelt, jafnvel þó þetta sé hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner