Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlakkar mikið til þess að vinna með Ten Hag
Mynd: EPA

Undirbúningstímabil ensku liðana fer að hefjast fyrir komandi tímabil Marcus Rashford, framherji Manchster United, er mjög spenntur fyrir æfingum Erik ten Hag nýjum stjóra liðsins.


„Fyrir mér eru þetta ferskar hugmyndir og nýr persónuleiki sem hefur bæst við liðið. Ég hlakka til að vinna með honum og einnig er þetta tækifæri fyrir okkur að fá tíma til að komast inn í það sem hann vill fá frá okkur þannig þetta verði nátturulegt," sagði Rashford.

„Það er það sem hann vill, að það sé nátturulegt fyrir okkur að gera það sem hann vill. Það tekur tíma en það er áskorun sem okkur öllum hlakkar til að takast á við."

Mikil fjölbreytni á æfingunum.

„Ekki misskilja mig, þetta er búið að vera erfitt en við höfum allir notið þess að æfa og við erum líka að breyta til. Æfum ekki bara fótbolta eða erum bara að hlaupa, við gerum sitt lítið af hverju, svo það er gaman og jákvætt að manni hlakki til,"


Athugasemdir
banner
banner
banner