Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Lille hafnar tilboði West Ham í Onana
Amadou Onana í leik með Lille í Meistaradeild Evrópu
Amadou Onana í leik með Lille í Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Franska félagið Lille hafnaði í dag 19.8 milljón punda tilboði West Ham í belgíska miðjumanninn Amadou Onana en það er Sky Sports sem greinir frá.

Onana er tvítugur miðjumaður en hann kom til Lille frá Hamburger SV á síðasta ári.

Hann spilaði 31 deildarleik með Lille á síðustu leiktíð og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Sky Sports segir frá því að West Ham hafi lagt fram 19,8 milljón punda tilboð í leikmanninn en Lille hafnaði því boði. Franska félagið hefur lítinn áhuga á að selja hann í sumar.

Ekki liggur fyrir hvort West Ham ætli sér að leggja fram annað tilboð í Onana í þessum glugga en leikmaðurinn á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá Lille.

Onana spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Belgíu í síðasta mánuði í 4-1 tapi gegn Hollandi í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner