Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. júlí 2022 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex: Ekki ánægður með að sitja á rassgatinu og gera ekkert
Mynd: Getty Images

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark á dögunum.


Matt Turner gekk til liðs við Arsenal á dögunum og er því ljóst að það er hörð barátta um markvarðarstöðuna í liðinu. Rúnar Alex var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er lítið að frétta, ég á nóg eftir af samningnum mínum hjá Arsenal. Ég veit ekki með framhaldið, ef þeir hefðu farið í Meistaradeildina hefði ég kannski þurft að vera áfram. Nú er líklegra að ég fari á láni sem er fínt að ég fái að spila,"

Hann sagði að það kæmi til greina að yfirgefa Arsenal fyrir fullt og allt.

„Það gæti gerst líka, það eru þrír aðilar sem koma að þessu, ég, Arsenal og liðið sem er að skoða mig, ef þeir vilja frekar kaupa mig og það hentar mér og minni fjölskyldu vel og Arsenal líka þá gæti það alveg gerst, ekkert sem ég útiloka,"

Hann er ekki til í að vera þriðji markvörður liðsins og fá ekki að spila neitt.

„Nei, ég myndi helst vilja sleppa því, uppá landsliðið að gera og svona þá finnst mér mjög mikilvægt að spila. Ég er líka þannig karakter þá myndi ég ekki vera ánægður með að sitja á rassgatinu og gera ekki neitt. Ég er það metnaðarfullur sem fótboltamaður, ég vil ná sem mest út úr ferlinum og ég þarf að spila til að gera það."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner