Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Barcelona til Los Angeles
Riqui Puig er að fara frá Barcelona
Riqui Puig er að fara frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Riqui Puig er að ganga til liðs við Los Angeles Galaxy frá Barcelona. Hann mun gera þriggja ára samning við bandaríska félagið.

Saga Puig er undarleg. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar en tækifærin hafa verið af skornum skammti.

Ronald Koeman hafði lítil not fyrir hann í þjálfaratíð sinni og vildi helst losna við hann á síðasta ári, en Puig neitaði að fara frá félaginu og vildi frekar hanga á bekknum.

Xavi tók við liðinu af Koeman og reyndi að kreista fram það besta úr honum. Eftir tímabilið ákvað hann hins vegar að það væru engin not fyrir Puig og var leikmaðurinn skilinn eftir þegar liðið hélt í æfingabúðir til Bandaríkjanna í síðasta mánuði.

Puig, sem er 22 ára gamall, hefur sætt sig við að það er engin framtíð hjá uppeldisfélaginu og hefur hann nú samþykkt að ganga til liðs við Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Samningurinn er til þriggja ára og verða félagaskiptin tilkynnt á næstu dögum.

Puiq spilaði 56 leiki í öllum keppnum fyrir Barcelona en mínúturnar voru aðeins 1876. Hann skoraði þá tvö mörk og lagði upp önnur þrjú.
Athugasemdir
banner
banner
banner