Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 03. ágúst 2022 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar fá þetta sterka tyrkneska lið í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld. Það er fyrri leikur liðanna.

„Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

„Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Hann segir að Basaksehir sé með frábært lið en Blikar ætli sér að reyna að stilla upp í alvöru útileik með góðum úrslitum á morgun. Leikurinn á Kópavogsvelli á morgun hefst klukkan 18:45. Það er allt hægt í þessu.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Blikar séu ekki að mæta lötum lúxusleikmönnum
Athugasemdir