De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 03. ágúst 2022 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar fá þetta sterka tyrkneska lið í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld. Það er fyrri leikur liðanna.

„Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

„Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Hann segir að Basaksehir sé með frábært lið en Blikar ætli sér að reyna að stilla upp í alvöru útileik með góðum úrslitum á morgun. Leikurinn á Kópavogsvelli á morgun hefst klukkan 18:45. Það er allt hægt í þessu.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Blikar séu ekki að mæta lötum lúxusleikmönnum
Athugasemdir
banner
banner