PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mið 03. ágúst 2022 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar fá þetta sterka tyrkneska lið í heimsókn á Kópavogsvöll annað kvöld. Það er fyrri leikur liðanna.

„Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

„Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Hann segir að Basaksehir sé með frábært lið en Blikar ætli sér að reyna að stilla upp í alvöru útileik með góðum úrslitum á morgun. Leikurinn á Kópavogsvelli á morgun hefst klukkan 18:45. Það er allt hægt í þessu.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Blikar séu ekki að mæta lötum lúxusleikmönnum
Athugasemdir
banner
banner