Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 03. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sampdoria samþykkir tilboð Brentford í Damsgaard
Ítalska félagið Sampdoria hefur samþykkt tilboð Brentford í danska landsliðsmanninn Mikkel Damsgaard.

Damgsaard er 22 ára gamall og getur spilað bæði á vinstri vængnum og á miðju.

Honum er ætlað að leysa Christian Eriksen af hólmi sem ákvað að ganga í raðir Manchester United.

Sky greinir frá því að Sampdoria hafi samþykkt 16 milljón punda tilboð Brentford í Damsgaard.

Danski leikmaðurinn mun nú ræða við félagið um kaup og kjör áður en hann fer í læknisskoðun.

Leikmaðurinn spilaði einungis ellefu leiki fyrir Sampdoria á síðustu leiktíð vegna meiðsla í læri.
Athugasemdir