Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 03. september 2022 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Einherji á toppinn í neðri hlutanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fóru tveir leikir fram í neðri hluta 2. deildar kvenna í dag eftir að mótinu var skipt í tvennt.


ÍH heimsótti botnlið Hamars og vann þokkalega þægilegan sigur, 1-3. ÍH er í næstneðsta sæti með ellefu stig - sjö stigum meira heldur en Hamar.

Coni Adelina Ion setti þá tvennu í 3-0 sigri Einherja gegn Álftanesi í viðureign sem hélst markalaus allt þar til á 63. mínútu - nákvæmlega eins og gerðist hjá körlunum sem spiluðu mikilvægan leik í 4. deildinni á sama tíma.

Einherji vermir toppsæti neðri hlutans með 18 stig úr 13 umferðum. Álftanes er með 13 stig.

Hamar 1 - 3 ÍH
0-1 Helga Siemsen Guðmundsdóttir ('9 )
1-1 Tara Tíbrá Ríkharðsdóttir ('21 )
1-2 Sæunn Helgadóttir ('45 )
1-3 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('63 )

Einherji 3 - 0 Álftanes
1-0 Coni Adelina Ion ('63 )
2-0 Amanda Lind Elmarsdóttir ('69 , Mark úr víti)
3-0 Coni Adelina Ion ('88 )


2. deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner