Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 03. september 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gordon ekki nálægt því að yfirgefa Everton
Það var mikið slúðrað um Anthony Gordon leikmann Everton síðstuu dagana af félagsskipta glugganum í sumar.

Samkvæmt fréttum hafði Everton neitað háu tilboði í leikmanninn frá Chelsea en Frank Lampard segir í viðtali að Gordon hafi ekki viljað fara frá félaginu.

„Það var langt frá því að gerast. Það er gott því það sýnir hvaðan við komum og hvað Anthony er að hugsa sem leikmaður og við höldum áfram. Við erum ánægðir," sagði Lampard.

Everton fær granna sína í Liverpool í heimsókn kl 11:30 í dag.


Athugasemdir