William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   þri 03. september 2024 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barðist fyrir því að fá Þóri Jóhann alveg til loka gluggans
Þórir lék vel í Þýskalandi.
Þórir lék vel í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Þórir á að baki 16 landsleiki og var síðast í hópnum síðasta sumar.
Þórir á að baki 16 landsleiki og var síðast í hópnum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason er sem stendur ennþá leikmaður Lecce og fáir heillandi félagaskiptagluggar opnir. Tyrkneski glugginn er enn opinn sem og gluggarnir í Grikklandi og Belgíu. Í gær lokaði glugganum í Danmörku og fyrir helgi lokaði fyrir félagaskipti til Þýskalands en Þórir var orðaður við félög í Danmörku og Þýskalandi í sumar.

Þórir á eitt ár eftir af samningi sínum við Lecce og lék á láni með þýska liðinu Eintracht Braunschweig í B-deildinni á síðasta tímabili. Braunschweig reyndi að fá Þóri aftur í sumar.

„Síðustu tilraun okkar, hálftíma fyrir gluggalok, var hafnað af Lecce," segir Benjamin Kessel sem er yfirmaður íþróttamáal hjá Braunschweig. „Við verðum að virða þessa ákvörðun, þó að það sé erfitt fyrir okkur."

Braunschweig hafði ekki efni á því að kaupa Þóri á þá upphæð sem samið var um síðasta haust. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þýska félagsins tókst ekki að fá Þóri aftur til félagsins. Menn hjá Braunschweig voru mjög ánægðir með Þóri, sérstaklega með seinni part tímabilsins.

Í sumar var fréttaflutningur frá Ítalíu á þá leið að Þórir væri ekki í hlutverki hjá Lecce en í dag sagði yfirmaður fótboltamála að hann og stjóri liðsins, Luca Gotti, væru hrifnir af Þóri.

„Helgason og hans teymi vildi sölu, en í félagaskiptum þá þurfa allir aðilar að hafa áhuga. Gotti mat Helgason og útkoman var jákvæð, okkar hugsanir voru ekki þær sömu og hjá teyminu í kringum Helgason," sagði Pantaleo Corvino sem er yfirmaður fótboltamála hjá Lecce.

Þórir er 23 ára og hefur verið á mála hjá Lecce í þrjú ár. Hann var keyptur frá FH sumarið 2021. Þórir var ónotaður varamaður í fyrstu þremur leikjum Lecce á tímabilinu en var ekki í hópnum gegn Cagliari um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner