William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   þri 03. september 2024 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þessir eru enn á lausu
Adrien Rabiot er enn án félags.
Adrien Rabiot er enn án félags.
Mynd: EPA
Hvað gerir Anthony Martial næst?
Hvað gerir Anthony Martial næst?
Mynd: EPA
Memphis Depay lék með Hollandi á EM í sumar.
Memphis Depay lék með Hollandi á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sergio Ramos er ekki hættur.
Sergio Ramos er ekki hættur.
Mynd: EPA
Eric Maxim Choupo-Moting.
Eric Maxim Choupo-Moting.
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum heims er lokaður en það er enn möguleiki fyrir félög að bæta við sig leikmönnum sem eru án félags.

Það eru enn nokkrir stórir bitar á markaðnum sem eru félagslausir.

Goal tók saman lista yfir leikmenn sem eru félagslausir og gætu hjálpað félögum í stærstu deildunum.

Adrien Rabiot
Franskur miðjumaður sem yfirgaf Juventus í sumar en hann var einn launahæsti leikmaður ítalska stórliðsins. Móðir hans er einnig umboðsmaður Rabiot og það er erfitt að eiga við hana. Rabiot er góður leikmaður og það segir sitt að hann er hluti af franska landsliðinu.

Mats Hummels
Miðvörðurinn öflugi var svo nálægt því að enda tíma sinn hjá Borussia Dortmund á algjöran draumahátt en liðið tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid. Hummels átti stóran þátt í því að Dortmund komst á þann stað. Hann og Edin Terzic, sem var þá þjálfari Dortmund, náðu ekki vel saman en Hummels á líklega nóg eftir á tankinum.

Anthony Martial
Í nokkur ár var Martial mikilvægur hluti af Manchester United en þannig var það ekki síðustu árin. Hann var orðinn varamaður þegar hann var ekki á meiðslalistanum. Hann hefði þurft að fara eitthvað annað fyrir nokkrum árum. Það hefur verið rólegt í kringum Martial í sumar en hann þarf líklega að taka á sig mikla launalækkun í sínu næsta félagi þar sem hann var með 250 þúsund pund í vikulaun hjá United.

Memphis Depay
Það hefur alltaf vantað stöðugleika hjá Memphis. Hann átti ekki gott ár með Atletico Madrid á síðustu leiktíð og hafði svo hægt um sig á Evrópumótinu með Hollandi. Eins og hjá Martial þá hefur verið rólegt um að vera hjá Memphis í sumar en hann hefur til að mynda verið orðaður við Nice í Frakklandi og Rayo Vallecano á Spáni. Stórliðin eru hætt að bítast um hann.

Andre Gomes
Það ráku margir upp stór augu þegar portúgalski miðjumaðurinn kom við sögu hjá Everton á síðasta tímabili. Hann var gleymdur maður þar sem hann var búinn að vera svo mikið meiddur. Það er ólíklegt að það séu mörg félög tilbúin að taka áhættu á honum út af miklu meiðslabrasi en hann er klárlega með gæði þegar hann kemst inn á völlinn.

Joel Matip
Verður alltaf minnst með hlýju af stuðningsmönnum Liverpool. Hann gerði sitt og gott betur en það fyrir félagið. Hann missti hins vegar af síðustu leiktíð þar sem hann sleit krossband og ákvað félagið að endursemja ekki við hann. Matip er 33 ára og þarf að koma sér aftur af stað eftir krossbandsslitin.

Dele Alli
Eins og margir aðrir á listanum, þá er Dele Alli búinn að vera í meiðslabrasi. Kom ekkert við sögu á síðasta tímabili hjá Everton út af meiðslum. Hann hefur líka átt erfitt utan vallar, en þarna er enn góður fótboltamaður. Á sínum tíma var hann einn besti leikmaður Englands. Hefur verið að æfa með Everton í sumar en einnig vakið áhuga Lille í Frakklandi.

Brandon Williams
Bakvörður sem fékk ekki nýjan samning hjá Manchester United í sumar. Fékk tækifæri hjá United þegar Ole Gunnar Solskjær var stjóri liðsins en minna eftir að Erik ten Hag tók við. Fór á láni til Norwich og Ipswich en það er líklegt að hann endi í Championship-deildinni. Hann hefur mikið svigrúm til bætingar þar sem hann er enn ungur að árum.

Sergio Ramos
Titlaóði miðvörðurinn hefur ekkert gefið út um það að hann ætli að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að hann sé orðinn 38 ára gamall. Lék með uppeldisfélagi sínu Sevilla á síðasta tímabili og hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum í sumar. Það er farið að hægjast á Ramos en hann langar enn að vinna titla.

Eric Maxim Choupo-Moting
Sóknarmaður sem hefur verið ágætis varamaður fyrir bæði Bayern München og Paris Saint-Germain síðustu árin. Yfirgaf Bayern síðasta sumar og var orðaður við Manchester United eftir það. Kannski vantar United neyðarsóknarmann á næstu vikum og þá er Choupo-Moting örugglega ágætis kostur.
Athugasemdir
banner
banner