Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 03. október 2020 19:45
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Það kom engin í mig
Kvenaboltinn
Agla María skorar sigurmarkið gegn Val. Hennar fjórtánda deildarmark í sumar!
Agla María skorar sigurmarkið gegn Val. Hennar fjórtánda deildarmark í sumar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var rosalega erfiður leikur. Við vorum að hlaupa ótrúlega mikið. En að vinna svona leik. Þetta er bara eins og að vinna bikarúrslitaleik, tilfinningin er þannig," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 1-0 útisigur í stórleiknum gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Við vorum frekar þéttar og þetta var bara barátta. Þetta var þannig leikur að sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem er," sagði Agla María um leikinn en það var hún sem skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld.

„Ég hugsaði bara um að reyna að setja boltann niðri í nærhornið og það virkaði. Ég var svolítið lengi en það kom engin í mig svo ég náði að leggj'ann," sagði markaskorarinn um markið. Þetta var hennar 14 mark í deildinni í sumar og hún er nú markahæst í deildinni ásamst liðsfélaga sínum, Sveindísi Jane.

Öglu Maríu finnst ekki tímabært að tala um að titillinn sé kominn í Kópavoginn en viðurkennir að sigurinn komi liðinu í mjög góða stöðu.

„Það kemur okkur í mjög góða stöðu að vinna þennan leik. Það skiptir okkur máli uppá framhaldið."

Nánar er rætt við sóknarmanninn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner