Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Tveir Kórdrengir, tveir Þróttarar og þrír aðrir
Spenna á toppi og á botni
Andri fagnar gegn Kórdrengjum.
Andri fagnar gegn Kórdrengjum.
Mynd: Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Kenneth Hogg.
Kenneth Hogg.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sæþór Olgeirsson.
Sæþór Olgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þórir Rafn Þórisson.
Þórir Rafn Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umferðir 13-19 hafa verið leiknar frá því síðast var greint frá því, í rituðu formi hér á Fótbolti.net, hver leikmaður umferðarinnar væri í 2. deild karla. Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan hefur fjallað um 2. deild og séð um að velja leikmann umferðarinnar. Leikmaður umferðarinnar í 2. deild er í boði ICE.

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason. 20. umferð deildarinnar fer fram í dag og er spenna á bæði toppi og botni. Fjögur lið eiga möguleika á að komast upp um deild og þrjú lið berjast á botninum um eitt laust sæti.

Í þrettándu umferð, sem í upprunalegri niðurröðun var umferð númer fimmtán var Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, ICE-leikmaður umferðarinnar þegar hann skorað tvö mörk í 2-3 útisigri Njarðvíkur gegn Þrótti Vogum þann 1. september. Kenneth hefur skorað ellefu mörk í nítján leikjum í deildinni.

Einar Orri Einarsson, leikmaður Kórdrengja, var leikmaður 14. umferðar (upprunalega 16. umferð). Hann var frábær í liði Kórdrengja í 2-1 heimasigri á Haukum þann 6. september. Einar Orri er fæddur árið 1989 og gekk í raðir Kórdrengja frá Keflavík fyrir tímabilið í fyrra. Hann hefur skorað tvö mörk í sautján leikjum í sumar.

Næstur á blaði er Tómas Leó Ásgeirsson, leikmaður Hauka, sem stóð upp úr í fimmtándu umferð (upprunalega 10. umferð). Tómas skoraði bæði mörk Hauka í 1-2 útisigri á Kára þann 9. september. Tómas er 21 árs gamall og hóf meistaraflokksferilinn með Sindra á Hornafirði. Hann gekk í raðir Hauka fyrir tímabilið í ár og hefur skorað þrettán mörk í nítján leikjum.

Dagur Guðjónsson, leikmaður Þróttar Vogum, átti frábæran leik á miðjunni þegar Þróttur vann 4-0 heimasigur á KF þann 13. september. Þá var leikið í sextándu umferð sem upprunalega var þó skráð sem sú níunda. Sigrinum var lýst sem liðssigri í hlaðvarpsþættinum á sínum tíma en þótti Dagur standa upp úr í jöfnu liði Þróttar. Dagur gekk í raðir Þróttar frá Gróttu í sumarglugganum og hefur leikið tíu leiki með sínu nýja félagi.

Þann 19. september skoraði Þórir Rafn Þórisson tvö mörk fyrir Kórdrengi í 6-0 útisigri toppliðsins gegn Völsungi í sautjándu umferð. Þórir er fæddur árið 2001 og hefur skorað fimm mörk í nítján leikjum. Hann er uppalinn í Víkingi en gekk í raðir Kórdrengja í sumar. Frammistaðan gegn Völsungi skilaði Þóri nafnbótinni ICE-leikmanni umferðarinnar.

Sæþór Olgeirsson, framherji Völsungs, var maður leiksins í Boganum þann 23. september þegar Völsungur vann 1-2 útisigur á KF. Sæþór skoraði bæði mörk Völsungs í leiknum. Völsungur lenti undir í leiknum en mörk Sæþórs sneru taflinu við fyrir Húsvíkinga. Sæþór hefur skorað átta mörk í sextán leikjum í sumar. Leikurinn var liður af 18. umferð deildarinnar og var Sæþór valinn sá besti í þeirri umferð.

Að lokum var það leikmaður nítjándu umferðar. Nafnbótina fékk Andri Jónasson, leikmaður Þróttar Vogum. Þróttur vann Kórdrengi í toppbaráttuslag um síðustu helgi og skoraði Andri eina mark leiksins á 57. mínútu leiksins. Andri er uppalinn í FH en hefur í meistaraflokki leikið með Fjarðabyggð, ÍR, HK og loks Þrótti V. Í sumar hefur hann skorað sex mörk í átján leikjum.

„Andri skorar frábært skallamark gegn Kórdrengjum í stærsta leik tímabilsins," sagði Óskar Smári um Andra í nýjasta þætti Ástríðunnar. Í næsta þætti Ástriðunnar verður rýnt í leiki dagsins í 2. deild ásamt leikjum í 3. deild.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Bestur í 6. umferð - Andy Pew (Þróttur Vogum)
Bestur í 7. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Bestur í 8. umferð - Oumar Diouck (KF)
Bestur í 9. umferð - Alexander Helgason (Þróttur V.)
Bestur í 10. umferð - Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
Bestur í 11. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Kórdrengir)
Bestur í 12. umferð - Edon Osmani (Víðir)

Næstu leikir í 2. deild (Í DAG!):
13:00 Fjarðabyggð-Kórdrengir (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 ÍR-Selfoss (Hertz völlurinn)
14:00 KF-Þróttur V. (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Kári-Njarðvík (Akraneshöllin)
15:00 Víðir-Völsungur (Nesfisk-völlurinn)
15:00 Dalvík/Reynir-Haukar (Dalvíkurvöllur)
Ástríðan - Yfirferð vikunnar í 2. og 3. deild
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner