Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 03. október 2020 20:25
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Fólkið í bænum er stolt af félaginu
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Keflavíkur tók á móti botnliði Leiknis F í Lengjudeildinni í dag en leikið var á Nettóvellinum í Keflavík. Heimamenn komust yfir snemma leiks með marki Davíðs Jóhanssonar beint úr hornspyrnu og tvöfölduðu svo forystuna þegar skammt var til leikhlés. Gestirnir bitu í skjaldarrendur í hálfleik og komu tvíelfdir til leiks í síðari hálfleik og létu Keflvíkinga hafa fyrir hlutunum. David Fernandez Hidalgo minnkaði munin á 63 mínútu leiksins en þrátt fyrir sóknarþunga tókst gestunum ekki að skapa sér fleiri afgerandi færi til þess að jafna leikinn og lokatölur 2-1 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Leiknir F.

„Ég er ekki sammála því. Ef þú skoðar öll færin sem við fengum í fyrri hálfleik, þrjú sláarskot og dæmt af okkur mark og við óðum í færum. Ég veit ekki hvað Joey fékk mikið af færum og líka í seinni hálfleik svo við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik.“
Sagði Siggi Raggi aðspurður hvort þeir hafi ekki hreinlega sloppið vel með sigur í dag.

Keflvíkingar neyddust til þess að gera skiptingu í hálfleik þar sem Frans Elvarsson fór meiddur af velli. Við þá breytingu virtist sem svo að Keflavík missti tökin á miðsvæðinu.

„Það riðlaðist aðeins leikurinn hjá okkur á miðjunni og við þurftum að reyna finna lausnir á því. Við gefum þeim þetta mark þegar við töpum boltanum illa á miðsvæðinu þannig að það kom kannski smá óöryggi í liðið.“

Keflavík er líkt og áður sagði á toppi deildarinnar og í kjörstöðu að tryggja sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári en kvennalið félagsins hefur þegar tryggt sér sæti meðal þeirra bestu að ári og mikill meðbyr og stuðningur við félagið í bæjarfélaginu,

„Við finnum fyrir stuðningi og það hefði verið gaman að sjá hve margir myndu koma á leikina ef það væri opið. Það hefur verið takmarkaður aðgangur í sumar og hefur orðið uppselt á á leiki hjá okkur sem er ánægjulegt. En við finnum fyrir stuðningi í bæjarfélaginu og fólkið í bænum er stolt af félaginu sínu og er með okkur í þessari baráttu svo vonandi hættir þetta covid einhvertímann svo fólk geti sýnt stuðning í verki og mætt og notið þess að horfa á frábæran fótbolta.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner