Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mán 03. október 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giampaolo rekinn eftir níu mánuði hjá Sampdoria
D'Aversa og Ranieri líklegastir

Ítalski þjálfarinn Marco Giampaolo hefur verið rekinn úr starfi sínu sem aðalþjálfari Sampdoria eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn nýliðum Monza.


Sampdoria situr óvænt á botni ítölsku deildarinnar með tvö stig eftir tapleiki gegn Spezia og Salernitana meðal annars. Samp er með tvö stig eftir jafntefli við Lazio og Juventus.

Þetta er þriðja starfið sem Giampaolo er rekinn úr í röð en hann gerði garðinn frægan einmitt við stjórnvölinn hjá Sampdoria frá 2016 til 2019. Hann var ráðinn til AC Milan í kjölfarið en rekinn eftir aðeins sjö leiki þar - þrjá sigra og fjögur töp.

Giampaolo entist í tæpa sex mánuði í næsta starfi þar á eftir sem var við stjórnvölinn hjá Torino og hafði verið samningslaus í eitt ár þegar hann var ráðinn til Sampdoria í janúar.

Roberto D'Aversa, sem stýrði Sampdoria í hálft ár í fyrra áður en hann var rekinn til að ráða Giampaolo, hefur verið nefndur sem líklegasti maðurinn í starfið. Claudio Ranieri kemur einnig sterklega til greina, hann gerði góða hluti á tæpum tveimur árum hjá Samp áður en hann hætti störfum í júní í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner