Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. október 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man City að ná samkomulagi við Foden
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester City og Phil Foden séu hársbreidd frá því að ná samkomulagi um nýjan samning sem mun gilda í fjögur og hálft ár, til sumarsins 2027.


Hinn 22 ára gamli Foden er uppalinn hjá Man City og hefur skorað 51 mark í 180 leikjum fyrir félagið, auk þess að eiga tvö mörk í átján landsleikjum með Englandi.

Man City og umboðsteymi Foden eiga einungis eftir að semja um smáatriði varðandi ímyndarrétt leikmannsins.

Foden hefur verið og mun áfram vera ósnertanlegur hjá City en félagið missti til að mynda Jadon Sancho ungan frá sér og sá eftir því.


Athugasemdir
banner
banner
banner