Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 03. október 2023 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöfnunarmarkið.
Jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný er búinn að skora níu mörk í Bestu deildinni í sumar.
Benoný er búinn að skora níu mörk í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var fáránlega góð," segir Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, er hann er spurður út í leikinn magnaða gegn Breiðabliki síðasta sunnudag.

Benoný var tvisvar á skotskónum í leiknum en hann átti einnig stoðsendingu. Leikurinn endaði 4-3 þar sem KR skoraði tvisvar í uppbótartímanum. Hann er sterkasti leikmaðurinn í 26. umferð Bestu deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur. Við hleyptum þeim alltof léttilega í gegn og spiluðum ekki nægilega vel. Svo komum við sterkari út í seinni hálfleikinn, bara brjálaðir."

„Það vantaði að klára færin, og viljann í að skora. Við komum hungraðari út í seinni hálfleikinn."

Dramatíkin var rosaleg í lokin. Benoný gerði jöfnunarmarkið í uppbótartímanum og svo skoraði Luke Rae sigurmarkið. „Þegar við skorum jöfnunarmarkið þá pressuðum við strax eftir það. Þetta var skrifað í skýin, síðasti heimaleikur Rúnars og bara geggjað."

„Ég trúði þessu eiginlega ekki þegar ég sá þetta, maður var eiginlega bara orðlaus."

Benoný lék með Breiðabliki í yngri flokkunum og segir hann að það sé gaman að spila á móti þeim.

„Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir, gegn stærri liðunum sem eru í topp sex. Það var fáránlega gaman að vinna Blikana."

Benoný hefur verið einn besti sóknarmaður deildarinnar upp á síðkastið en hann er bara 18 ára gamall. Hann er búinn að skora níu mörk í deildinni í sumar. „Ég hef fengið sjálfstraust og það skiptir mestu máli í fótboltanum finnst mér. Í leiknum á móti Fram skoraði ég og þá hrekk ég gang, ég finn sjálfstraustið."

Hann segir sjálfstraustið vera í botni akkúrat núna. „Það er besta tilfinning í heimi þegar maður er með sjálfstraust inn á vellinum í fótbolta."

Sterkustu leikmenn:
25. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
24. umferð - Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
23. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir