Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham dalað mjög
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur farið hægt af stað á nýju tímabili með Real Madrid.

Bellingham var stórkostlegur á síðasta tímabili en það hefur hægst á honum í byrjun þessa tímabils.

AS fjallar um Bellingham í dag og þar segir að innkoma Kylian Mbappe sé að hafa áhrif á hann. Franska stórstjarnan gekk í raðir Madrídinga í sumar.

„Frammistaða Bellingham hefur dalað til muna. Hann hefur spilað sjö leiki, lagt upp tvö og ekki enn skorað. Eftir sjö leiki á síðustu leiktíð hafði hann skorað sex mörk," segir í grein AS.

„Eftir að Mbappe kom er hlutverkið hans allt öðruvísi en enski leikmaðurinn er enn að leita að bestu útgáfunni af sjálfum sér sem miðjumanni."

Real Madrid tapaði gegn Lille frá Frakklandi í Meistaradeildinni í gær en Evrópumeistararnir hafa ekki alveg fundið taktinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner