PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fim 03. október 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Danmerkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Nicki Bille Nielsen hefur verið úrskuraður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en hann er ákærður fyrir þjófnað, rán og hótanir í garð starfsmanna verslunarinnar Coop 365. Þetta kemur fram í TV2.

Nielsen, sem er 36 ára gamall, spilaði með félögum á borð við Elche, Villarreal, Rayo Vallecano, Rosenborg og Nordsjælland á ferli sínum, en hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum.

Framherjinn þótti gríðarlega öflugur og lék hann meðal annars þrjá landsleiki fyrir danska landsliðið og skoraði eitt mark, en vandræði hans utan vallar settu svartan blett á feril hans.

Nielsen á sér langan afbrotaferil. Hann var meðal annars dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Mónakó árið 2018 fyrir líkamsárás og vörslu á eiturlyfjum og þá var hann rekinn frá Lyngby sama ár eftir að hann skaut annan einstakling með loftbyssu á Strikinu í Kaupmannahöfn.

Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn með haglabyssu er þrír menn réðust inn í íbúð hans í Kaupmannahöfn.

Fyrrum framherjinn er nú aftur búinn að koma sér í klandur en hann var handtekinn í í Danmörku vegna þjófnað í versluninni Coop 365 og þá hótaði hann tveimur starfsmönnum ef þeir myndu tilkynna hann til yfirvalda.

„Ég mun brjóta í ykkur kjálkann þannig þið þurfið að borða jógúrt í sex vikur,“ átti Nielsen að hafa sagt við starfsmennina.

Nielsen var kærður fyrir þjófnað og hótanir, en hann var leiddur fyrir dómara í dag og játaði að hluta til sök. Dómarinn úrskurðaði hann í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 31. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner