Nile Ranger er 33 ára gamall framherji hjá áhugamannaliði Kettering Town FC sem leikur í utandeild á Englandi.
Lesendur gætu kannast við Ranger frá tíma hans hjá Newcastle United tímabilið 2010/11 þar sem hann þótti eitt af efnilegustu ungstirnum enska boltans.
Ranger var mikið í fjölmiðlum fyrir hluti sem hann gerði utan vallar og var meðal annars dæmdur tvisvar sinnum til fangelsisvistar.
Hann komst aftur í fjölmiðla í gær þegar honum tókst að skora sigurmarkið fyrir Kettering í enska FA bikarnum, þar sem liðið heimsótti Northampton sem leikur í League One eða þriðju efstu deild enska boltans.
Sögulegur sigur fyrir Kettering þökk sé sigurmarki í framlengingu, en Ranger hefur farið afar vel af stað með sínu nýja félagi og er kominn með fjögur mörk í þremur deildarleikjum.
Ranger hefur ekki spilað meira en 20 leiki á einu tímabili síðan hann lék fyrir Southend United frá 2016 til 2018.
Athugasemdir