Nú er í gangi leikur Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og staðan er 1-1 þegar þetta er skrifað.
Tottenham komst yfir í leiknum með marki Son Heung-Min á sjöttu mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar varð hann svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fyrirgjöf fór í lærið á honum og í netið.
Tottenham komst yfir í leiknum með marki Son Heung-Min á sjöttu mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar varð hann svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fyrirgjöf fór í lærið á honum og í netið.
Son er fyrsti leikmaðurinn til að skora mark og sjálfsmark á fyrstu tíu mínútunum í leik síðan Gareth Barry gerði það 8. maí 1999 þegar lið hans Aston Villa tapaði 4-3 gegn Charlton Athletic.
Athugasemdir